myPOS-tilvísunarkerfið gerir viðskiptavinum okkar kleift að vinna verðlaun með því að vísa nýjum fyrirtækjum á myPOS. Sem þátttakandi verður þér sjálfkrafa úthlutað einstökum tilvísunartengli eða tilvísunarkóða sem þú getur deilt með öðrum fyrirtækjum. Þegar tilvísað fyrirtæki skráir sig og kaupir myPOS-posa með tenglinum eða kóðanum hagnast bæði þú og nýi viðskiptavinurinn.
Tímalengd kerfisins
myPOS-tilvísunarkerfið hefur enga sérstaka tímalengd. Þú getur haldið áfram að vísa fyrirtækjum og fá verðlaun án tímamarka.
Svona virkar þetta
Bjóddu vinum: Deildu tilvísunartengli eða tilvísunarkóða með textaskilaboðum, í tölvupósti, á samfélagsmiðlum eða hvaða aðferð sem er.
Skráning nýs söluaðila: Fyrirtækið sem þú vísar til okkar opnar tengilinn frá þér eða notar tilvísunarkóðann (hægt er að nota kóðann á netinu eða við kaup á posa frá sölufulltrúa okkar og í verslunum okkar), lýkur við skráningarferlið og kaupir posa frá myPOS-netversluninni.
Fáðu verðlaun: Þegar fyrirtækið sem þú vísaðir til okkar hefur verið staðfest og virkt í 30 daga færðu bónus á fyrirtækisreikninginn þinn.
Verðlaun og ávinningar
Fyrir tilvísunaraðila: Fáðu verðlaun fyrir hverja vel heppnaða tilvísun.
Fyrir þá sem er tilvísað: Afsláttur af fyrstu kaupum sínum á myPOS-posa.
Ef þú lendir í vandamálum eða vilt spyrja um tilvísunarkerfið skaltu senda okkur tölvupóst á help@mypos.com og við munum aðstoða þig með ánægju.
Skilmálar kerfisins eru birtir á vefsvæði https://www.mypos.com/is-is/refer-a-business okkar.