Tengigetustillingar myPOS Go 2
myPOS Go 2 tækið getur tengst internetinu með SIM-gagnakorti eða Wi-Fi. Nýjasta útgáfan af af myPOS Go 2 styður bæði 3G/4G og 2.4GHz Wi-Fi tengigetu.
Þessar stillingar gilda fyrir öll önnur hefðbundin tæki sem myPOS hefur áður gefið út: myPOS Go (styður ekki Wi-Fi), myPOS Combo og myPOS Mini.
Notkun SIM-korts:
1. Sjálfvirk tenging: Ef SIM-kort er þegar í myPOS Go 2 tækinu mun það tengjast internetinu sjálfkrafa.
2. SIM-kort sett inn handvirkt:
• Skref 1: Fjarlægðu bakhlífina með því að ýta takkanum á efri hlífinni niður og fjarlægja rafhlöðuna. Þá sjást SIM-kortið og SIM-hólfin.
• Skref 2: Settu SIM-kortið inn í 1 SIM-kortaraufina (þá sem er framar) og vísaðu gyllta snertifletinum niður. Gættu þess að SIM-kortið sé af staðlaðri stærð, eða notaðu SIM-breyti ef þarf.
• Skref 3: Sláðu inn PIN-númer SIM-kortsins ef beðið er um það. Ef netkerfið finnst ekki birtast villuskilaboð með valkostum um að reyna aftur eða slá APN-stillingarnar handvirkt inn. Þegar tengingu hefur verið komið á mun tækið prófa tenginguna við myPOS-kerfið. Ef það tekst birtist virkjunarskjár, ef ekki þá birtast villuskilaboð.
Notkun á Wi-Fi:
1. Tenging við Wi-Fi:
• Skref 1: Kveiktu á tækinu og farðu í stillingarvalmyndina.
• Skref 2: Veldu „Breyta tegund tengingar“ og veldu Wi-Fi
• Skref 3: Sláðu lykilorð netkerfisins ef beðið er um það. Þegar tengingu hefur verið komið á mun tækið prófa tenginguna við myPOS-kerfið og halda áfram með virkjunina ef það tekst.
Úrræðaleit fyrir tengingarvandamál
1. Villa: ‘Ekki næst í heimildarhýsil’
• Takmarkanir á netkerfi: Beinirinn gæti haft takmarkanir á netkerfisumferð eða tilteknar síur.
• Sérstillingar: Beinirinn gæti þurft sérstillinagar eða sérstaka TCP/IP stillingu sem myPOS tækið styður ekki.
• Sendistyrkur: Gættu þess að netstyrkurinn sé nógu mikill, en hann er sýndur með Wi-Fi merkinu á skjánum.
Athugaðu að aðeins nýjasta útgáfan af myPOS Go 2 styður Wi-Fi. Athugaðu hvort þú finnur Wi-Fi táknið á tækinu eða umbúðum tækisins til að sjá hvort það styður Wi-Fi.
Var þessi grein gagnleg?
2 af 4 fannst þessi grein gagnlegErtu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn
Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Senda inn beiðni