Hvernig á að virkja myPOS tækið þitt
Það er fljótlegt og einfalt að virkja myPOS tækið. Fylgdu þessum skrefum til að setja upp tækið, virkja ókeypis myPOS-debetkortið og byrja strax að taka við greiðslum.
Athugaðu að til að hefja notkun á myPOS tækinu þarftu að vera með skráðan myPOS reikning á www.myPOS.com
Frekari upplýsingar um hvernig eigi að opna myPOS reikning, hvernig eigi að virkja tækið og hefja notkun á því, og eins heildartæknilýsingar og gögn er hægt að finna á netinu á vefsvæðinu mypos.com/welcome eða með því að skanna QR-kóðann.
Til að virkja myPOS tækið þitt þarftu
1.myPOS tækið þitt
2. Tengdan snjallsíma við myPOS-reikninginn þinn
Virkjun með QR-kóða
Skref 1
(myPOS Pro, Carbon) Kveiktu á myPOS tækinu og veldu tungumálið.
(myPOS Go 2) Kveiktu á myPOS tækinu.
Tækið mun tengjast sjálfkrafa við netið með uppsetta 4G DATA SIM kortinu. Einnig er hægt að tengja tækið við Wi-Fi.
Skref 2
Þegar posinn hefur tengst við netið mun hann sjálfkrafa búa til og birta QR-kóða á skjánum.
Athugið:
Af öryggisástæðum gildir QR-kóðinn í 15 mínútur. Ef kóðinn rennur út skaltu byrja á ferlinu upp á nýtt og þá mun tækið búa til nýjan virkjunarkóða.
Skref 3
Opnaðu myPOS appið, ýttu á Tæki og veldu QR-táknið í hægra horninu.
Þegar þú hefur skannað QR-kóðann skaltu velja uppgjörsreikninginn, færslugjaldmiðil og ýta á Virkja.
Þá er allt klárt!
Virkjun með kóða
Þú getur líka virkjað tækið með því að slá inn kóða í símaappinu.
Skref 1
Þegar búið er að kveikja á posanum og tengja hann við netið skaltu ýta á „Virkja með kóða“ sem birtist undir QR-kóðanum.
Skref 2
Tækið mun sýna virkjunarkóða.
Skref 3
Opnaðu myPOS-appið, veldu Tæki og ýttu á „+“ táknið í efra hægra horninu.
Skref 4
Veldu „Virkja myPOS tækið mitt“ ýttu á „Posi“, veldu „Slá inn kóða frá tæki“ og sláðu inn virkjunarkóðann sem birtist á skjá tækisins.
Skref 5
Fylltu út upplýsingar um tækið (veldu gjaldmiðil, uppgjörsreikning, lýsingu) og ýttu á „Virkja“. Þá er allt klárt!
Virkjun myPOS-debetkorts
Virkjaðu ÓKEYPIS myPOS Standard kortið þitt sem þú hefur fengið ásamt tækinu þínu og fáðu tafarlausan aðgang að peningunum þínum.
Skref 1
Opnaðu myPOS símaappið, ýttu á „Kort“ og á „+“ táknið í hægra horninu á skjánum og veldu „Virkja kort“.
Skref 2
Sláðu inn allt kortanúmerið, veldu reikning og gjaldmiðil sem þú vilt tengja það við. Þá er það komið!
Mikilvægt:
PIN-númerið verður tiltækt í myPOS-appinu – þú ferð einfaldlega í „Kort“ og ýtir á PIN-táknið.
Þarftu aðstoð?
Ef þú lendir í vandamálum við virkjunina skaltu gæta þess að tækið sé tengt við netið og reyna aftur.
Ef þig vantar aðstoð með þessi skref skaltu endilega hafa samband við okkur í help@mypos.com