Hvað á að gera þegar þú gleymir lykilkóðanum fyrir farsímaappið

Hvað á að gera ef þú hefur gleymt lykilkóðanum fyrir farsímaappið
 
Ef þú manst ekki lykilkóðann fyrir myPOS-farsímaappið skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:
  • Opnaðu myPOS-farsímaappið.
  • Smelltu á Innskráning og þá færðu beiðni um að slá lykilkóðann inn.
  • Smelltu á „Gleymdur aðgangskóði“ og þá færðu beiðni um að slá lykilorðið inn.
  • Sláðu lykilorðið inn (sama lykilorð og þú notar fyrir myPOS-vefsvæðið)
  • Þú færð beiðni um að búa til nýjan lykilkóða fyrir appið (sex tölustafa númer að þínu vali) og staðfesta hann.
 
Ef þú hefur gleymt bæði lykilorðinu og lykilkóðanum skaltu fylgja þessum skrefum:
  • Opnaðu myPOS-farsímaappið.
  • Smelltu á Innskráning og þá færðu beiðni um að slá lykilkóðann inn.
  • Smelltu á „Gleymdur aðgangskóði“ og þá færðu beiðni um að slá lykilorðið inn.
  • Smelltu á „Gleymt lykilorð“.
  • Sláðu netfangið þitt inn og smelltu á „Endurstilla lykilorð“.
  • Þú færð sendan tölvupóst með tengli til að endurstilla lykilorðið. Finndu tölvupóstinn og smelltu á tengilinn.
  • Þú færð beiðni um að staðfesta landið þitt, fæðingardag og farsímanúmer. Sláðu inn áskildar upplýsingar og staðfestu.
  • Þú færð síðan beiðni um að búa til nýtt lykilorð og staðfesta það.
  • Fjögurra tölustafa staðfestingarkóði verður sendur í farsímanúmerið þitt til að ljúka aðgerðinni og stilla nýjan lykilkóða.
 
Ef þú lendir í vandræðum í þessu ferli getum við gefið þér tímabundið lykilorð og ítarlegar leiðbeiningar um notkun þess. Hafðu samband við okkur til að fá frekari aðstoð.

Var þessi grein gagnleg?

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?