Tækjategundir

Hér er stutt yfirlit yfir þær gerðir sem við bjóðum upp á:


Hefðbundnir posar

myPOS Go

myPOS Go er byrjunarposinn okkar. Hann er á freistandi lágu verði og hentar best söluaðilum sem alltaf eru á ferðinni, svo sem sölufulltrúum, snyrtifræðingum, nuddurum, iðnaðarmönnum, leigubílstjórum, sendlum o.s.frv. myPOS Go hentar einnig söluaðilum sem taka við kortagreiðslum annað slagið. Þetta er umhverfisvænn posi sem tekur við debet- og kreditkortum og gefur út stafrænar kvittanir. Þú finnur nánar upplýsingar í myPOS Go notandahandbókinni.

myPOS Combo

myPOS Combo er klassíska kortavélin okkar fyrir mikla notkun. Vélinni fylgir sterkt ytra byrði sem tryggir endingarleika tækisins og hraðvirkur prentari fyrir pappírskvittanir. myPOS Combo posinn er hannaður fyrir og hentar best veitingastöðum, kaffihúsum, börum og stórum verslunum þar sem mikið er um kortagreiðslur. Þú finnur nánar upplýsingar í handbók myPOS Combo.

Snjalltæki

myPOS Carbon

myPOS Carbon vinnur á Android 9.0 stýrikerfi með quad-core 1.4 GHz örgjörva, hefur snertiskjá og virkar nákvæmlega eins og snjallsími. Að auki er að finna hefðbundna posaeiginleika eins og háhraða thermal prentara. Fáðu aðgang að myPOS AppMarket þar sem söluaðilar geta sótt viðbótarviðskiptaöpp, eins og sjóðsvél, vildaráætlanir, bókhald í skýi og fleira. Þetta tæki er högghelt, vatnsþolið og rykhelt og er tilvalið fyrir fyrirtæki sem vinna í torveldu umhverfi, þökk sé sterklegri hönnun þess og ATEX-vottun. Þú færð ítarlegri upplýsingar um myPOS Carbon í notandahandbókinni.

myPOS Slim

myPOS Slim er stílhreinn og fyrirferðarlítill og sameinar eiginleika strikamerkjaskanna og posa í eitt tæki! Þetta Android-byggða tæki er þunnt en hefur endingargóða rafhlöðu. Það getur gefið út rafrænar kvittanir og 5,5 tommu litasnertiskjárinn og öflugur örgjörvinn mæta öllum greiðsluþörfum í iðnaði eins og smásölu, mat og drykk, sendlaþjónustu og fleira. Nánar um myPOS Slim.

Posar fyrir afgreiðsluborð

myPOS Hub & myPOS Hub+

Þú getur nú boðið velkomin öflugu Android-knúnu Hub og Hub+ tækin á afgreiðsluborðið þitt svo smásölu- eða veitingafyrirtækið þitt blómstri! Tækin eru með stórum snertiskjám (8 tommur á Hub, 15,6 tommur og háskerpa á Hub+) og hönnun þeirra glæsileg. Nýttu þér áreiðanleika þessara tækja og allra innbyggðra eiginleikanna, eins og Cash Register appið og önnur nýstárleg viðskiptaöpp. Fyrir þau sem vilja þróa sitt eigið app þá er þessi eiginleiki í boði sem hentar fyrirtæki þínu og vörumerki. Með því að skoða Hub og Hub+ síðurnar getur þú sent inn fyrirspurn til að fá frekari upplýsingar um þessi tæki og hvað þau kosta. Þú finnur nánar upplýsingar í notandahandbókinni.

Ómannaðar posalausnir

myPOS Kiosk

myPOS Kiosk er háþróaðasti meðlimur ómannaðra tækja okkar og er snjallt Android tæki með 23,8 tommu snertiskjá með höggheldu gleri, Quad-Core örgjörva og thermal prentara með sjálfvirkjum skera. myPOS Kiosk tekur við öllum gerðum af rafrænum greiðslum auðveldlega og örugglega, býður margvíslega tengileikavalkosti og auðveldar samskipti í gegnum Wi-Fi, Bluetooth og LAN. Punkturinn yfir i-ið er að tækið passar á stand svo það getur staðið sjálft, ef þörf krefur.

myPOS Integra

Með 4,3 tommu TFT litasnertiskjá og sýndarlyklaborði býður myPOS Integra viðskiptavinum upp á notendavæna og þægilega greiðsluupplifun. Þetta fyrirferðarlitla tæki hefur verið hannað eftir hæstu gæðakröfum fyrir vörslu og gerir söluaðilum kleift að taka við hvers kyns færslum. Það kemur í sterkri högg- og vatnsheldri hlíf, sem gerir það tilvalið fyrir sjálfsafgreiðsluuppsetningu bæði utan- og innandyra.

myPOS Mini

myPOS Mini er umhverfisvænt tæki og gefur út rafrænar kvittanir. Það kemur í sérstaklega hannaðri umgjörð sem gerir tækið tilvalið fyrir ómannaðar samþættingarþarfir. Þetta tryggir vernd tækisins, auðvelda stýringu og hnökralaus samskipti við móðurvélina. Með myPOS Mini geta söluaðilar tekið við hvers kyns færslum og iðnaðarvottanir þess þýðir að tækið mætir öllum greiðsluþörfum viðskiptavina þinna á einum stað.

Með því að fara á síðuna Ómönnuð tæki getur þú beðið um frekari upplýsingar um ómannaðar posalausnir okkar og um verð.

Var þessi grein gagnleg?

Haven't found what you're looking for?

Submit a request